Dótabúðin er í eigu Gullskóga ehf.
Gullskógar ehf er lítið fyrirtæki með aðeins 5 starfsmenn.
Fyllsta hreinlætis er gætt bæði í verslun og við samantekt pantana og eru einungis 2 til 3 starfsmenn á sama tíma í vinnu í vöruhúsi.
Engin utanaðkomandi ( hvorki vinir né vandamenn) kemur inn vöruhús Gullskóga. Hurð milli vöruhús og sýningarsals skal ávalt vera lokuð.
Lausnir fyrir viðskiptavini:
Hægt er að panta á vefsíðunni okkar og fá sent. Við keyrum sjálf út vörur á höfuðborgarsvæðinu frítt fyrir allar pantanir yfir 7000kr. En sendum með póstinum á landsbyggðinni.
Hægt er að panta vefsíðunni og sækja. Hægt er að biðja um að koma með vörurnar út í bíl eða sækja inn í verslun en við notum snertilausa afhendingu
Hægt að koma í verslun. Verslun okkar er lítil og byðjum við fólk um að virða aðeins 2 manneskjur á sama tíma inn í verslun.
Einkatími Hægt er að bóka einkatíma þar sem við opnum verslun okkar einungis fyrir einn kúna. Heyrðu í okkur á dotabud@dotabud.is
Verslun
Við inngang í verslun er til staðar spritt og einnota hanskar fyrir viðskiptavini.
Starfsfólk notar grímur meðan afgreiðslu stendur. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að nota grímur.
Þar sem verslun Dótabúðarinar er lítil leitumst við að einungis séu inni í verslun 2 manneskjur á sama tíma til að virða 2 metra regluna.
Aðeins er einn starfsmaður hjá okkur inn í sýningarsal verslunar.
Umferð í verslunina er lítil og leitumst við að spritta/þvo hendur í hvert skipti sem viðskiptavinir yfirgefur verslunina. Einnig eru algengustu snertifletir t.d posi og borð undir posa þrifnir í hvert skipti eftir notkun.
Ekki skal rétta viðskiptavinum vörum og poki/kassar skulu lagðir á borð/gólf þar sem viðskiptavinur getur tekið hann upp sjálfur.
Eftir að kúnar hafa yfirgefið verslun sprittar og sápar starfsmaður hendur eða skiptir um einnota hanska.
Þrifnaður
Breytingar hafa verið gerðar á þrifum þannig að nú er bæði þrifið oftar og þau sérhæfð m.t.t. aðstæðna.
Posi og flötur undir posa skal þrifin eftir hverja notkun. Ef vara hefur verið sýnd sérstaklega er varan þrifin.
Sérhæfð þrif þar sem áhersla er lögð á alla snertifleti skal fara fram að minnsta kosti þrisvar á dag og oftar eftir þörfum.
- Hurðarhúnar og ljósarofar
- Algengustu snertifletir í verslun
- Handföng (ískápar og aðrar hirslur)
Handþvottur:
Veiran smitast með
snertismiti og dropasmiti. Snertismit og er algengasta smitleiðin og allt
starfsfólk þvær hendur skv. eftirfarandi reglum:
- Þegar mætt er til vinnu (sápa og spritt).
- Þegar farið er í og úr matarpásu (sápa og spritt).
- Þegar farið er á salerni (sápa og spritt).
- Áður en farið er út í bíl (sápa og spritt)
- Eftir að viðskiptavinir hafa yfirgefið verslun (sápa og spritt)
Samantekt pantana.
Starfsfólk okkar notar hanska og grímu þegar teknar eru saman pantanir.
Heimkeyrsla til viðskiptavina.
- Áður en farið er með pöntun til viðskiptavinar skal setja á sig einnota hanska
- Hanskar eru fjarlægðir áður en farið er inn í bíl og þeir settir í ruslapoka í bílnum.
- Spritt borið á hendur þegar sest er undir stýri.
- Nýir hanskar settir á við næsta stopp.
- Ruslapokum hent í lok dags í tunnur sérstaklega ætlaðar fyrir umrædda hanska.
Engin snerting við viðskiptavini:
Bílstjórar okkar hafa í gegnum tíðina stundum farið með vörur alla leið inn fyrir okkar kúna. Meðan ástandið varir getum við ekki veitt þessa þjónustu.
Bílstjóri kemur með vörur og leggur pöntunina fyrir utan íbúð/útidyr. Dinglar/bankar, tekur 1-2 skref aftur á bak og bíða þess að viðskiptavinurinn komi til dyra.