UPPLÝSINGAR UM SELJENDA:
Gullskógar ehf eru eigandi Dótabúðarinar. kt. 701202-2790, vsk nr. 77642 til húsa við Grænatún 1, 200Kópavogi Sími: 412-9900 , tölvupóstur:gullskogar@gullskogar.is

Ábyrgðarskilmálar
Gullskógar ehf er viðurkenndur endursöluaðili allra vörumerkja sem verslunin hefur upp á að bjóða. Allar vörur hafa 2 ára umboðsábyrgð og öll þjónusta fer í gegnum Gullskógar ehf.

Allar vörur sem Gullskógar ehf selur hafa tveggja ára ábyrgð, nema annað sé tekið fram.

VERÐ:
Öll verð í netversluninni eru í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð í netverslun getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar samanber ákvæði þess efnis hér að framan.
Gullskógar ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og annarra rangra upplýsinga.

SKILAFRESTUR
Viðskiptavinir okkar hafa 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að þeir hafi ekki notað vöruna, hún sé ekki sérsniðin þörfum kaupanda, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum og að greiðslukvittun fylgi með. Niðurtalning hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. . Varan er endurgreidd í formi inneignar innan 10 daga eftir að henni er skilað ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað viðskiptavinar, nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta.Vörum er einnig hægt er að skila og skipta í vöruhúsi okkar við Grænatún 1, 200 Kópavogi

ÚTSÖLUVÖRUR
Útsöluvörum er ekki hægt að skila og ekki er hægt að skipta þeim nema í aðrar útsöluvörur.

GREIÐSLUMÖGULEIKAR
Seljandi notar örugga greiðslusíðu frá Borgun. Hægt er að greiða með kreditkortum frá Visa og Mastercard, staðgreiða með millifærslu með því að setja pantananúmer sem lýsingu greiðslu, Pei eða Netgíró. Einnig er hægt að staðgreiða, borga með korti eða Pei þegar vara er sótt við Grænatún 1, 200 Kópavogi.

ÓGREIDDAR PANTANIR
Pantanir sem eru ógreiddar þurfa að vera greiddar innan 3 virka daga ef ekki er búið að ganga frá greiðslu á þessum tíma verður pöntunin ógild.

EIGNARRÉTTARFYRIRVARI
Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu.

TRÚNAÐUR
Seljandi heitir viðskiptavinum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin.

LAGAÁKVÆÐI
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 sem og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003, eftir því sem við getur átt . Niðurtalning á öllum frestum sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 hefst þegar móttaka vöru á sér stað.

Afgreiðsla á vörum

Við erum með verslun að Smiðjuvegi 4C efri hæð ( beint á móti Stjörnublikk sem er á bakvið Bónus) sem er opin alla virka daga milli 08:30-16:00

Afgreiðsla á vörum:
Frí heimkeyra er á höfuðborgarsvæðinu þegar verslað er fyrir 15.000 kr eða meira. Við keyrum vöruna heim til þín samdægurs ef pöntun berst fyrir klukkan 13:00 virka daga.

Sendingar innan Íslands eru sendar með Íslandspósti og TVG og er sendingakostnaður rukkaður skv verðskrá.

Allar pantanir eru afgreiddar innan 24 klukkustunda. Ef pantað er um helgi, fer pöntunin frá okkur fyrsta virka dag.
Kaupandi fær skilaboð í tölvupósti þegar við afgreiðum vöruna frá okkur.

Þú getur einnig nálgast vörurnar á virkum dögum í verslun okkar við Grænatún 1, 200 Kópavogi milli klukkan 08:30-16:00. Ef vara er pöntuð fyrir klukkan 15:00 er í flestum tilvikum hægt að nálgast hana samdægurs.

Pantanir sem eru ógreiddar þurfa að vera greiddar innan 3 virka daga ef ekki er búið að ganga frá greiðslu á þessum tíma verður pöntunin ógild.

Skilafrestur

Á vörunum er 14 daga skilafrestur að því tilskyldu að varan hafi ekki verið notuð og henni sé skilað í góðu ákomsigulagi með öllum merkjum og í upphaflegri pakkningu. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið ef skila á vöru.Varan er endurgreitt ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Útsöluvörur
Útsöluvörum er ekki hægt að skila og ekki er hægt að skipta þeim nema í aðrar útsöluvörur.